top of page
IMG_6232_edited_edited.jpg

Hvað merkir reisla?

Nafnið reisla er komið frá gömlu íslensku orði um sérstaka vog sem var með löngu skafti og einu lóði. Þar kemur tengingin við lógóið mitt.

 

Hugmyndin varð til þegar ég var að leita að góðu orði sem tengdist jafnvægi. Það er stór hluti af minni vinnu sem snýr að því að hjálpa fólki að finna leiðir til að ná betra jafnvægi og finna sinn jafnvægispunkt sem færir því betri líðan í eigin lífi.

 

Mér fannst skemmtilegt að þetta var ekki venjuleg vog sem liti út fyrir að vera í fullkomnu jafnvægi heldur óhefðbundin vog sem er bara með eitt lóð. Fyrir mér er það tenging við það að lífið er alls konar og það eru til margar leiðir að jafnvæginu en við þurfum sjálf að finna og velja þá leið sem hentar okkur. 

bottom of page