top of page

Vegvísar Reislu ráðgjafar

Gildi

Compass_edited_edited.png

Í vinnslu!!!

Af hverju er mikilvægt að þekkja gildin sín?

 

Gildi geta hjálpað okkur að ná jafnvægi í lífinu, gefa lífi okkar tilgang og merkingu og hjálpað okkur að verða besta útgafan af sjálfum okkur.

 

Gildum er stundum líkt við vegstikur sem hjálpa okkur að rata og stýra því hvert við viljum fara.

Gildi geta haft áhrif á það  hvað við veljum að gera varðandi mál er snúa t.d. að fjölskyldunni, vinum eða vinnunni. Þess vegna er svo mikilvægt að spá aðeins í gildin sín.

 

Dæmi um gildi eru: Fjölskyldan, árangur, völd, fjárhagslegt öryggi, virðing, traust, kærleikur, friður og gleði.

 

Gott er að hafa í huga að ekki er hægt að þröngva gildum upp á fólk og einnig að við erum ekki öll með sömu gildi.  

Mörk

Að kunna að setja sér skýr mörk á fullorðinsárum

 

Það er á uppvaxtarárunum sem við kynnumst mörkum eða markaleysi þ.e.a.s. hvenær við eigum að segja JÁ eða NEI, hvort sem það er við annað fólk eða okkur sjálf. Fyrir einstaklinga, sem lærðu ekki sem börn að setja sjálfum sér né öðru fólki skýr mörk, þá er það afar mikilvægt að þeir þjálfi sig í því NÚNA sem fullorðið fólk.

 

Þeir sem þekkja ekki mörkin sín og vita ekki hvenær þeir eiga að segja NEI eru í miklu meiri hættu á að taka allt of mikið að sér, bugast og enda í kulnun en þeir sem kunna að setja skýr mörk. 

 

Það má einnig benda á mikilvægi þess að við verðum líka að geta sagt JÁ við okkur sjálf og aðra á ólíkum sviðum lífsins ef við ætlum að eiga möguleika á að upplifa gleði, hafa gaman og mynda tengsl við annað fólk sem skiptir okkur máli í lífinu.

 

Spáðu aðeins í því hver þín MÖRK eru?

Hvernig gengur þér að segja NEI?

Hvernig gengur þér að segja JÁ?

 

Og munið að ef við hlúum ekki að okkur sjálfum þá getum við ekki með eins góðum hætti hlúð að fólkinu sem stendur okkur næst þó að okkur langi til þess.

 

Ferðalagið byrjar alltaf á því að skoða sjálfan sig, finna og læra svo nýjar leiðir til þess að halda áfram að þroska sjálfan sig og bæta eigin vellíðan sem oft stuðlar að bættri vellíðan hjá fleirum í kringum okkur vegna hinna svokölluð gáruáhrifa.

 

Reisla ráðgjöf mælir með því að skrifa hjá sér hvar þér finnst þú hafa skýr mörk og hvar þér finnst þú hafa óskýr mörk.  

 

Hverjir eru kostir og gallar þess fyrir þig að hafa þetta svona áfram? Velja svo eitthvað smátt sem þig langar að breyta og byrja þar.

 

Muna eftir góðvild í eigin garð og því að þegar við erum að læra eitthvað nýtt þá gerum við það ekki fullkomið og það er allt í lagi. Aðalmálið er að þú ert að gera eitthvað í málunum, ert að læra að mæta því sem birtist þér hverju sinni og takast á við það og breyta því sem þú vilt hafa áhrif á og þroska með sjálfri/sjálfum þér. Á þeirri vegferð er gott að minna sig á að vera með milt og hlýtt viðhorfi til sjálfs sín.

 

Gangi þér vel að setja skýrari mörk.

Skynjanir, tilfinningar og hugurinn

Í vinnslu!!!

Sjálfsvinsemd

reisla_takn-02_edited_edited_edited.png

Sjálfsvinsemd felur í sér að við komum fram við okkur sjálf eins og við myndum gera við okkar besta vin.

Hefur þú velt því fyrir þér hvernig innri röddin þín hljómar? Jú við gerum það víst öll, við eigum í stöðugu samtali við okkur sjálf, við tökum kannski ekki alltaf eftir því en ef þú hægir á og spáir í það – hvernig hljómar þín innri rödd?

Er sjálfsgagnrýnandinn mættur eða sjálfsvinsemdin?

 

Aðferðir til að sýna sér sjálfsvinsemd eru fjölbreyttar, til að mynda er hægt að leggja lófana yfir hjartað eða taka utan um sjálfan sig, virkja umhyggjukerfi líkamans.

 

Við eigum misauðvelt með að tala fallega til okkar sjálfra og peppa okkur þannig áfram. Það að setja hendur yfir hjarta sitt eða faðma sjálfan sig getur reynst sumum mjög erfitt. Aðalmálið er að byrja smátt og á þeim stað sem þú ert á.

Núvitund
og styrkleikar

Í vinnslu!!!

bottom of page